Arg! Talandi um að ég þoli ekki bleikt þá er sjónvarpsskjárinn hérna heima bilaður á þann skemmtilega hátt að yfir öllu er bleik slikja. Hvítur litur sést t.d. aldrei sem hvítur heldur bara sem væminn bleikur... jukk.
Mjór er mikills vísir
Enginn er ást án beiskju
Svona stafsetningarvillur vil ég ekki fá að sjá á páskadagsmorgni, en svona hljóðandi voru málshættir sem fundust í eggjum fjölskyldunnar, skammastu þín Nói... til að taka af allan vafa þá fékk ég ekki ástarmálsháttinn, það hefði nú verið viðeigandi, hehe... aftur á móti fékk ég þennan ágæta:
Í myrkri eru allir kettir eins á lit.
Annars uppáhalds orðtækið mitt þessa dagana: Skíts er von úr rassi.
En já, á jákvæðu nótunum: ég hef það betra en ég hefði búist við, kannski er þessi hái þrýstingur hérna á rock bottom að rugla mann eitthvað.
Fór út að hlaupa í dag með Herdísi systur, það var aldeilis hressandi.
Svo er ég líka búin að skrá mig í afró! Úgga búgga eða eitthvað svoleiðis... það á víst að vera rosa skemmtilegt.
Og að lokum kæru vinir mínir, endilega verið dugleg að hafa samband við mig, ég er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt til að draga hugann frá leiðinlegum hlutum...