mánudagur, mars 28, 2005

Arg! Talandi um að ég þoli ekki bleikt þá er sjónvarpsskjárinn hérna heima bilaður á þann skemmtilega hátt að yfir öllu er bleik slikja. Hvítur litur sést t.d. aldrei sem hvítur heldur bara sem væminn bleikur... jukk.

Mjór er mikills vísir
Enginn er ást án beiskju
Svona stafsetningarvillur vil ég ekki fá að sjá á páskadagsmorgni, en svona hljóðandi voru málshættir sem fundust í eggjum fjölskyldunnar, skammastu þín Nói... til að taka af allan vafa þá fékk ég ekki ástarmálsháttinn, það hefði nú verið viðeigandi, hehe... aftur á móti fékk ég þennan ágæta:
Í myrkri eru allir kettir eins á lit.
Annars uppáhalds orðtækið mitt þessa dagana: Skíts er von úr rassi.

En já, á jákvæðu nótunum: ég hef það betra en ég hefði búist við, kannski er þessi hái þrýstingur hérna á rock bottom að rugla mann eitthvað.
Fór út að hlaupa í dag með Herdísi systur, það var aldeilis hressandi.
Svo er ég líka búin að skrá mig í afró! Úgga búgga eða eitthvað svoleiðis... það á víst að vera rosa skemmtilegt.
Og að lokum kæru vinir mínir, endilega verið dugleg að hafa samband við mig, ég er alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt til að draga hugann frá leiðinlegum hlutum...

miðvikudagur, mars 23, 2005

....strange days....

já, dagarnir eru skrítnir og mennirnir með. Hef lítið verið að blogga af ótta við að ég myndi bara æla upp úr mér svartagallsrausi, svo súru og bitru og hreinlega ætandi að það myndi leysa síðuna mína upp og síðan breiðast út um alnetið og fá það til að falla inn í sjálft sig og mynda eitt gríðarstórt svarthol.... nei takk, mér þykir of vænt um baggalútinn minn!

But once you've hit rock bottom there is no way to go but up.

***

Sá frábærar heimildarmyndir um jazz og blús á Grandrokk á sunnudaginn, sérstaklega var ég hrifin af "Ladies Sing the Blues". Go Grandrokk!

Var boðið í lasagne áðan hjá eðalhjónunum Björk og Sveini. Eftir það prófaði ég Singstar í fyrsta skipti. Það var skemmtilegt. Ég var "singstar" eftir glæsilegan flutning minn á Take Me Out m. Franz Ferdinand og fylltist því eldmóði og ákvað að bjóða Fallin' með Aliciu Keys birginn. Færri sögum fer af þeirri viðureign.

***

Fer út á land á morgun og verð hjá fjölskyldunni yfir páskana. Þarf væntanlega að vinna eitthvað þar, lesa 300 bls af japönskum bókmenntum, borða fullt af góðum mat og leika við hundana. Busy busy woman.

***

Ætli einhver hafi einhvern tímann skírt hundinn sinn Brund?

***

Hjálp, ég er þyrstur fiskur!

***

Miss Ella Day

sunnudagur, mars 06, 2005

Ojjj bara! Umbúðirnar utan um undanrennu eru orðnar bleikar!
Ég hata bleikt.
Ég þarf greinilega að fara að drekka fjörmjólk í staðinn. Eða bara segja fuck it og drekka rjóma.

Kíkti í partý til Inga á laugardaginn, þar var fínt þó ég þekkti þar færri en ég hefði búist við. Svo kíktum við Áslaug á ellefuna = ódýr bjór = gott mál. Vorum samt voðalega skynsamar á því og fórum snemma heim, eða um fimmleytið. Ég mæli með því að fólk taki Áslaugu heim með sér af djamminu því hún var einkar myndarleg og eldaði handa okkur hamborgara í þynnkumat.
Go Áslaug!

Er gjörsamlega að drepast í hálsinum, vona að ég verði búin að jafna mig fyrir morgundaginn svo ég geti farið í vinnuna... komst ekkert í vinnuna v. veikinda í síðustu viku og mér líður alltaf eins og ég sé að plata þegar ég hringi mig inn veika, þó svo ég sé í alvörunni veik. Meira ruglið.

En já, rakst á geðveikt fyndið love test á netinu, endilega takið það.