....strange days....
já, dagarnir eru skrítnir og mennirnir með. Hef lítið verið að blogga af ótta við að ég myndi bara æla upp úr mér svartagallsrausi, svo súru og bitru og hreinlega ætandi að það myndi leysa síðuna mína upp og síðan breiðast út um alnetið og fá það til að falla inn í sjálft sig og mynda eitt gríðarstórt svarthol.... nei takk, mér þykir of vænt um baggalútinn minn!
But once you've hit rock bottom there is no way to go but up.
***
Sá frábærar heimildarmyndir um jazz og blús á Grandrokk á sunnudaginn, sérstaklega var ég hrifin af "Ladies Sing the Blues". Go Grandrokk!
Var boðið í lasagne áðan hjá eðalhjónunum Björk og Sveini. Eftir það prófaði ég Singstar í fyrsta skipti. Það var skemmtilegt. Ég var "singstar" eftir glæsilegan flutning minn á Take Me Out m. Franz Ferdinand og fylltist því eldmóði og ákvað að bjóða Fallin' með Aliciu Keys birginn. Færri sögum fer af þeirri viðureign.
***
Fer út á land á morgun og verð hjá fjölskyldunni yfir páskana. Þarf væntanlega að vinna eitthvað þar, lesa 300 bls af japönskum bókmenntum, borða fullt af góðum mat og leika við hundana. Busy busy woman.
***
Ætli einhver hafi einhvern tímann skírt hundinn sinn Brund?
***
Hjálp, ég er þyrstur fiskur!
***
Miss Ella Day
<< Home