sunnudagur, mars 06, 2005

Ojjj bara! Umbúðirnar utan um undanrennu eru orðnar bleikar!
Ég hata bleikt.
Ég þarf greinilega að fara að drekka fjörmjólk í staðinn. Eða bara segja fuck it og drekka rjóma.

Kíkti í partý til Inga á laugardaginn, þar var fínt þó ég þekkti þar færri en ég hefði búist við. Svo kíktum við Áslaug á ellefuna = ódýr bjór = gott mál. Vorum samt voðalega skynsamar á því og fórum snemma heim, eða um fimmleytið. Ég mæli með því að fólk taki Áslaugu heim með sér af djamminu því hún var einkar myndarleg og eldaði handa okkur hamborgara í þynnkumat.
Go Áslaug!

Er gjörsamlega að drepast í hálsinum, vona að ég verði búin að jafna mig fyrir morgundaginn svo ég geti farið í vinnuna... komst ekkert í vinnuna v. veikinda í síðustu viku og mér líður alltaf eins og ég sé að plata þegar ég hringi mig inn veika, þó svo ég sé í alvörunni veik. Meira ruglið.

En já, rakst á geðveikt fyndið love test á netinu, endilega takið það.