miðvikudagur, apríl 28, 2004

Fuglanördablogg

Ég á nú ekki að vera að eyða tíma í þetta bloggrugl þegar ég ætti að vera að lesa mína yndislegu lífeðlisfræðibók... en ég ver nú barasta að monta mig aðeins af fuglinum sem Atli gaf mér í afmælisgjöf...
Þetta er handmataður ástargaukur (3 mánaða) sem við skírðum Pípin og hann er rosalega kelinn, gæfur og góður og vill helst sitja á öxlinni á mér allan daginn og snyrta mig og sig til skiptis. Verst hvað hann skammast mikið í finkunum, soldill hávaði þar!
Hann er masked lovebird en það sem er sérstaklega spes við hann er liturinn, hann er svokallað lútínó afbrigði sem þýðir að hann hefur engin dökk litagen (melanin) og er með rauð augu eins og albínói og þetta er ansi sjaldgæft. Smelli vonandi inn mynd af honum við tækifæri en hérna er mynd af eins fugli.
Við Atli erum á góðri leið með að verða crazy bird people....

En annars: próf Elín bloggpása já!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Takk kærlega fyrir þetta, Ingi minn!
Verst að nú þarf ég að fara að standa undir nafni og vera skemmtileg. Djö....

Annars er ég barasta að deyja úr hausverk og eirðarleysi og er voða fátt gáfulegt búin að gera í dag.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Var að frétta að dagurinn í dag er líka merkilegur fyrir fleiri sakir: þetta er víst líka hátíðisdagur lyfjagrasareykingamanna...

Duudduuruu!!

Í dag er 20. apríl og er sá dagur merkilegur vegna þess að:

-í dag eru bara 3 dagar í afmælið mitt
-Adolf Hitler fæddist á þessum degi fyrir... tjah nokkuð mörgum árum
-fyrir 21 ári fæddist undurfagurt meybarn sem í dag er undurfögur mey!
Hipp hipp húrra fyrir henni og Hitler!

En nú liggur leiðin bara uppá bókhlöðu þar sem örverufræðin skal tekin í r***gatið, ójá.

mánudagur, apríl 19, 2004

Úff, var að taka alveg magnaðan bloggrúnt núna áðan með því að skoða alla linkana mína... það tók langan tíma því linkarnir eru margir og sum bloggin hafði ég ekki lesið í langan tíma... en það var gaman.
Svo fékk ég mér líka bragðaref með jarðarberjum, þristi og mars áðan, ég er gjörsamlega að baða mig upp úr lífsins lystisemdum í dag.
Var líka svo ferlega dugleg í morgun, vaknaði lasin (með hita og allt), kláraði lífeðlisfræðiskýrslu og skilaði henni, fór í krossapróf í lífeðlisfræði og svo munnlegt próf eða öllu heldur yfirheyrslu í sama fagi, sem hefði getað gengið betur, hausurinn minn var bara eitthvað döööööö.... en ís lagaði ýmislegt og mér finnst ég ekkert vera lasin lengur. Þarf að fara að losa mig við þetta helvítis kvef.
Núna ætla ég að klára 2 stk. örverufræðiskýrslur og horfa á O.C. og Survivor í kvöld, þá er dagurinn bara orðinn ágætur.
Það held ég nú.

Einnig vil ég minna á að það eru einungis 4 dagar þangað til ég á afmæli :D

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Skúrumskrat og Skratarat

I want everyone who reads this to ask me 3 questions, no more no less. Ask me anything you want. Then I want you to go to your journal, copy and paste this allowing your friends (including myself) to ask you anything.

Hehe, gæti orðið skemmtilegt...

Er loksins búin að skila öllu í efnagreiningu, jeij fyrir mér!
Skilaði líka þremur efnafræðiskýrslum áðan og á þá bara fjóra bæklinga eftir... hálft jeij eða eitthvað svoleiðis...
OG.... er komin með vinnu í sumar... hér! Tvöfalt jeij fyrir mér!

Annars er ég bara lasin og búin að vera það síðan á mánudaginn og það er leiðinlegt. Hvernig lifði maður af án Otrivins í gamla daga, ég bara spyr? Hata stíflað nef...

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Húff... mér finnst bara alltof alltof mikið að gera 35 skýrslur á einni önn... þar af á ég eftir að gera og skila 8 stykkjum áður en ég get byrjað að læra fyrir prófin.
Prófalesturinn mun fela í sér þau skemmtilegheit að frumlesa ca. 900 bls í örverufræði, 300 bls í lífeðlisfræði, billjón bls í efnafræði og tjah, einhvern slatta í efnagreiningu... plús það að reikna 12 dæmablöð í efnafræði og eitthvað álíka í efnagreiningu.
Og nú spyr maður sig: afhverju var ég ekki búin að gera skýrslur, lesa og reikna inni á önninni?
Jú, það var alltaf svo mikið að gera í verklegu að ég hafði engan tíma...
Er búin að vera í skólanum í 3 mánuði og finnst ég ekki hafa gert neitt nema verið í tilraunum... og finnst ég í rauninni ekki hafa lært neitt, og prófin byrja eftir nokkra daga....

Neinei, ég er alls ekkert að panikka fyrir prófin!!!!

En það er nú margt gott og skemmtilegt að fara að gerast líka, fer væntanlega heim yfir páskana á fimmtudaginn og svo förum við Atli (ásamt fleiru góðu fólki) á Hróarskeldu 28. júní til 5. júlí....

En já, held annars að það stefni í bloggpásu fram yfir próf..... hittumst svo öll á fylleríi 15. maí ;)