Fuglanördablogg
Ég á nú ekki að vera að eyða tíma í þetta bloggrugl þegar ég ætti að vera að lesa mína yndislegu lífeðlisfræðibók... en ég ver nú barasta að monta mig aðeins af fuglinum sem Atli gaf mér í afmælisgjöf...
Þetta er handmataður ástargaukur (3 mánaða) sem við skírðum Pípin og hann er rosalega kelinn, gæfur og góður og vill helst sitja á öxlinni á mér allan daginn og snyrta mig og sig til skiptis. Verst hvað hann skammast mikið í finkunum, soldill hávaði þar!
Hann er masked lovebird en það sem er sérstaklega spes við hann er liturinn, hann er svokallað lútínó afbrigði sem þýðir að hann hefur engin dökk litagen (melanin) og er með rauð augu eins og albínói og þetta er ansi sjaldgæft. Smelli vonandi inn mynd af honum við tækifæri en hérna er mynd af eins fugli.
Við Atli erum á góðri leið með að verða crazy bird people....
En annars: próf Elín bloggpása já!