Úff, var að taka alveg magnaðan bloggrúnt núna áðan með því að skoða alla linkana mína... það tók langan tíma því linkarnir eru margir og sum bloggin hafði ég ekki lesið í langan tíma... en það var gaman.
Svo fékk ég mér líka bragðaref með jarðarberjum, þristi og mars áðan, ég er gjörsamlega að baða mig upp úr lífsins lystisemdum í dag.
Var líka svo ferlega dugleg í morgun, vaknaði lasin (með hita og allt), kláraði lífeðlisfræðiskýrslu og skilaði henni, fór í krossapróf í lífeðlisfræði og svo munnlegt próf eða öllu heldur yfirheyrslu í sama fagi, sem hefði getað gengið betur, hausurinn minn var bara eitthvað döööööö.... en ís lagaði ýmislegt og mér finnst ég ekkert vera lasin lengur. Þarf að fara að losa mig við þetta helvítis kvef.
Núna ætla ég að klára 2 stk. örverufræðiskýrslur og horfa á O.C. og Survivor í kvöld, þá er dagurinn bara orðinn ágætur.
Það held ég nú.
Einnig vil ég minna á að það eru einungis 4 dagar þangað til ég á afmæli :D
<< Home