þriðjudagur, apríl 06, 2004

Húff... mér finnst bara alltof alltof mikið að gera 35 skýrslur á einni önn... þar af á ég eftir að gera og skila 8 stykkjum áður en ég get byrjað að læra fyrir prófin.
Prófalesturinn mun fela í sér þau skemmtilegheit að frumlesa ca. 900 bls í örverufræði, 300 bls í lífeðlisfræði, billjón bls í efnafræði og tjah, einhvern slatta í efnagreiningu... plús það að reikna 12 dæmablöð í efnafræði og eitthvað álíka í efnagreiningu.
Og nú spyr maður sig: afhverju var ég ekki búin að gera skýrslur, lesa og reikna inni á önninni?
Jú, það var alltaf svo mikið að gera í verklegu að ég hafði engan tíma...
Er búin að vera í skólanum í 3 mánuði og finnst ég ekki hafa gert neitt nema verið í tilraunum... og finnst ég í rauninni ekki hafa lært neitt, og prófin byrja eftir nokkra daga....

Neinei, ég er alls ekkert að panikka fyrir prófin!!!!

En það er nú margt gott og skemmtilegt að fara að gerast líka, fer væntanlega heim yfir páskana á fimmtudaginn og svo förum við Atli (ásamt fleiru góðu fólki) á Hróarskeldu 28. júní til 5. júlí....

En já, held annars að það stefni í bloggpásu fram yfir próf..... hittumst svo öll á fylleríi 15. maí ;)