Í dag er glatt í döprum hjörtum... því Elín er byrjuð að tjá sig á netinu, ójá.
Annars var líka glatt í mínu litla hjarta í kvöld þegar ég kláraði mína þriðju vakt á veitingahúsinu Hróa hetti í kvöld (sumarvinnan mín, ég er ein af þeim heppnu) því að ég klúðraði engu og þetta var róleg vakt, væntanlega út af nýbyrjaðri megaviku Domino's.
Vinnuveitendur mínir myndu líklega drepa mig fyrir að segja þetta... en guð blessi Domino's (fyrir að hafa megavikuna akkúrat núna þ.e.a.s.).
Allir kannast við stressið sem fylgir því að byrja í nýrri vinnu og þetta er sérstaklega ömurlegt í þessum veitingabransa þegar mikið er að gera, allir þurfa að fá matinn sinn akkúrat NÚNA, mar kann ekki á kassann, getur ekki svarað neinum spurningum, fólk er dónalegt við mann og mann hreinlega langar bara til að setjast á gólfið og grenja. En já, í kvöld gekk vel og það var gott. Jei.
Að lokum var einnig glatt í rúmlega 150 litlum hjörtum sem sátu á sviðinu í hátíðasal MH á laugardaginn. Hjörtun voru annars inní líkömum nýstúdenta með hvíta kolla, þetta var ekki einhver funky voodoo-athöfn eða árshátíð skurðlækna...
Ég var ein af þessum stúdentum og söng auk þess með
kórnum og var hvorutveggja mjög gaman. Svo voru afhent verðlaun og það var skemmtilegt hversu margir góðir kórfélagar fengu verðlaun: Svanhvít, mín ektakvinna og danske pige fékk dönskuverðlaun, Ása Helga fékk frönsku- og enskuverðlaun og
Marta fékk íslenskuverðlaun.
Svo fékk víst undirrituð verðlaun fyrir að vera dúx skólans og góðan árangur í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði, *hóst*nörd*hóst*.
Ojæja, ég er lærdómsnörd og hef verið það síðan ég var 6 ára þannig að það er ekkert nýtt og ég nenni bara ekkert að skammast mín fyrir það og er með tímanum að læra að verða soldið stolt af því. Gott hjá mér.
Eftir útskriftina (og alltof mikið af myndatökum) lá leiðin á Caruso með fjölskyldunni og
Atla þar sem dýrindis matur var snæddur og Atli fékk sér ofurlítið í aðra tána. (Just tipsy, mah dahling, just tipsy). Svo missti ég af júróvisjón að mestu leyti en fór samt í tvö partý tileinkuð hátíðinni miklu. Annað partýið innihélt fullt af köttum, löngu útskrifaða MH-inga og volgt Lambrusco í plastglasi, á meðan hitt innihélt frían bjór og nýstúdenta. Samt var gaman í báðum :)
Svo lá leið um víðan völl, t.d. í partý hjá brjáluðum bítladýrkanda, á 11 þar sem ég sat í hásæti á gæruskinni (þar var einnig frír bjór, sweeet) og á Dillon þar sem var margt fólk og bjór sullaðist oná mig (en ég er ekkert reið lengur).
Atli rataði aftur á móti á Volkswagen-bjöllu og lagði sig þar, en ég fór heim og bakaði ammrískar pönnukökur í djammsnarl (vöffluvagninn hvað!).
Þannig að þetta var bara ágætt og óneitanlega mjög skemmtilegur dagur.