fimmtudagur, maí 29, 2003

Eeeeek. Mér er illt í bakinu. Waitressing tekur svo sannarlega á líkamann... en ég fæ frí á föstudag og laugardag. Vibbí.

Já, fyrir þá sem ekki vita (þ.e.a.s. vit-lausa) þá er nafnið á síðunni tekið frá uppáhalds teiknimyndaþáttunum mínum þegar ég var lítil, Teddy Ruxpin, eða Bangsa Bestaskinn eins og flestir þekkja hann. Kíkið á þessa síðu og vonandi fáið þið smá nostalgíukikk...
Mig hefur svo lengi langað til þess að sjá þessa þætti aftur og hef verið að leita að þáttum til að downloada á netinu en ekkert hefur fundist en svo gaf Atli minn blessaður mér spólu með 3 þáttum sem hann keypti á eBay.
Það var hreinlega ólýsanleg tilfinning að sjá aftur opnunartheme-ið, eitthvað sem maður var svona eiginlega búinn að gleyma en rifjaðist svo aftur upp með miklum nostalgíuhrolli, Bangsi sjálfur, Gormur og Gamli kallinn, og svo auðvitað stóra ljósfjólubláa loðna skrímslið (eða the Wooly Whats-it).... Ég er bara búin að horfa á fyrsta þáttinn (þáttur nr. 17, fyrir þá sem hafa áhuga) og í honum borðar Gormur (Grubby) Uss-runna (Shush-Bush) svo hann missir málið og þarf að læra táknmál, og lærir það af heyrnarlausum álfum. Svo eru fullt af söngatriðum og endalaus sykursæt hamingja... og auðvitað fær hann málið aftur í lokin.
Jæja, þetta fannst mér allavega æðislegt þegar ég var lítil, fyndið að taka eftir öllum ,,góða boðskapnum fyrir börnin" sem er troðið inn... þetta er bara gott og gaman.