föstudagur, maí 30, 2003

Í ágúst 1998 fórum við Svanhvít saman í enskuskóla í Brighton í Englandi, og kynntumst þar annarri íslenskri stelpu og fjörkálfi, Írisi. Vorum þar í 3 vikur, mikill glaumur og gleði og m.a. varð þessi limra til:

Two young girls from Iceland liked to drink
enough vodka to fill up a sink
their friend Lily-a
threw up in the bar
and created a terrible stink.


(það skal tekið fram að það er ekki eitt satt orð í þessari vísu, ónei....)


Annars er ég búin að gera fátt í dag, best að njóta þess að vera í fríi og gera ekki neitt.
Skrópaði á Vorvítamíni í gær vegna þreytu, vinnu og kökuleysis. Skamm og skell á bossann.
En svo er nú planið að skella sér í kórpartý í kvöld, sameiginlegt fyrirpartý alta og tenóra, yeah baby.... Þetta verður eiginlega bara svona stuðningshópur: "við erum næstum því karlmenn" partý... hehe, mér finnst fyndið.