Verð bara að benda fólki á hvað heimasíða NFMH er skemmtileg þessa dagana...
Skólinn er byrjaður af fullum þunga og ég er komin með mitt eigið skrifborð og hillu og allt uppi í Haga og reyni því að sitja þar og dunda mér við lærdóm sem stærstan part af sólarhringnum. Stundum þarf ég þó að standa upp frá skrifborðinu og fara í verklegt og búa til VapoRub og undrasmyrsl og fleira skemmtilegt eins og ég gerði í dag. Svo hleyp ég líka stundum eins og ringlaður hamstur á hlaupabretti uppi í Laugum, er að fylgja þessu hérna prógrammi og gengur bara vel.
Ég braut gleraugun mín á sunnudaginn. Ég settist þó hvorki ofan á þau (eins og hún spurði) né var kýld (eins og hún spurði) heldur voru þau bara komin ansi vel til ára sinna (6 ára gömul) og brotnuðu bara í mél í höndunum á mér. Er núna komin með ný gleraugu sem ég hata sko ekki. Mæli annars með Sjón á Laugarveginum, rosa fín þjónusta og 2 fyrir 1 tilboðið er náttúrulega bara snilld, svo heppilega vildi til að Steinar þurfti líka að fara að fá sér ný gleraugu svo við nýttum okkur það til fulls.
Mikið að gera næstu helgar, nýnemadjamm og tilheyrandi 65% spírabolla á morgun, Nick Cave á laugardaginn, matarboð fyrir foreldra okkar Steinars á föstudaginn þar á eftir og svo haustferð Actavis á laugardaginn 23... skilst að það sé eitthvað rosalegt...