Áramótablogg - en bara smáVitur kona spáði fyrir mér í desember 2004 og það sem aðallega kom út úr því var að líf mitt myndi taka stórkostlegum og róttækum breytingum. Ég var svosem alveg til í að samþykkja það enda var ég á leiðinni að flytja á stúdentagarðana. En breytingarnar urðu töluvert meiri og núna, rúmlega ári síðar, get ég alveg sagt að sambandsslit, tvennir flutningar og nýtt samband hafa bara breytt lífi mínu heilmikið og til hins betra.
Good news everyone (já, ég er húkkd á Futurama þessa dagana): Ég léttist (!) yfir jólin og prófin, ég er búin að fá 2 einkunnir (báðar níur :D), ég er alveg að massa ræktina, skólinn byrjar á morgun og ég hlakka bara til... og síðast en ekki síst, ég var að baka sólblómabrauð og ætla að gæða mér á því núna.