Busy busy woman þessa dagana. Var í ansi hreint merkilegum verklegum tímum á miðvikudag og fimmtudag. Sérstaklega þó á miðvikudaginn en það var verklegt í lífeðlisfræði 2. Ráðlegg ég mjög viðkvæmum sálum að lesa ekki eftirfarandi:
[ljótt]
Við vorum í fyrsta sinn að gera tilraun á lifandi tilraunadýri (rottu). Hún lá þarna sofandi með opinn barkann, spotta bundna við lausar vagustaugarnar, æðaslöngur í hálsbláæð og halaslagæð og hitatemprunarbúnað í endaþarmi, ferlega friðsæl að sjá.
Hún var víst með heldur háan blóðþrýsting greyið og eftir að búið var að sprauta í hana saltlausn, nítróprússíði, fenýlefríni, halla henni upp og niður, taka úr henni blóð, sprauta því inn í hana aftur, klippa á vagustaugarnar og raferta þær - þá fór hún að eiga í öndunarerfiðleikum og kippast til og frá. Það var mjög erfitt að horfa upp á. Kennarinn beitti sérstakri rottuendurlífgun en allt kom fyrir ekki. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði látist vegna lungnabjúgs.
Í tilraunastofunni var svo afar merkileg lykt, svona lykt af opnu dýri (hún var náttúrulega með galopinn barkann og blæddi svolítið úr því, samt merkilega lítið).
Blessuð sé minning hennar.
[/ljótt]
Verklegi tíminn í lífrænni efnafræði í gær var reyndar ekkert það merkilegur, bara langur og frekar skemmtilegur... vorum semsagt með óhreint fast efni sem leyst var upp í heppilegum leysi, síðan óhreinindin síuð frá og blandan látin kólna í ísbaði - þá mynduðust kristallar (pretty pretty). Síðan voru kristallarnir síaðir frá vökvanum í vatnsgeisladælu. Mínir voru voða fallegir, ljós-beige brúnir einhvern veginn. Svo testum við bræðslumarkið á þeim í næstu viku og komumst þannig að því hvaða efni við fengum í hendurnar, spennandi ikke?
Fór síðan beint eftir verklega tímann í Laugar, lyfti þar eins og madwoman og svo skelltum við Steinar okkur á frábæra jazztónleika, septett Óskars Guðjónssonar. Það var gaman.
Svo er afmæli á laugardaginn, Hafsúlu-húllumhæ á sunnudaginn og skýrsla (munnleg og skrifleg + níðþungt krossapróf) úr rottupíningartilrauninni á mánudaginn. Eins gott að ég læri í kvöld, mun ekki hafa neinn annan tíma! Best annars að fara að kíkja aðeins á þessa blessuðu tölfræði áður en ég bruna í dæmatíma...
ps. Þura, ekki séns að ég komi með mínar staðreyndir áður en þú kemur með þínar, fyrirfram klukk, my ass...