mánudagur, júlí 25, 2005

Án alls gríns þá hef ég ekki sest niður fyrir framan tölvu í u.þ.b. 3 vikur... ja hérna. Ágætis tilbreyting svosem. Er búin að sitja í dag og kíkja yfir bloggrúntinn minn og skemmta mér ágætlega...

Fór í magnaða útilegu í Skaftafell þarsíðustu helgi með Svanhvíti og Þuru. Hlutverkaskipan var eftirfarandi:
Þura: CarMaster, Master of Þorgeir (sometimes Master of Þorkell), BananaMastah, definately-not-Master of Candy
Elín: MapMaster3000, Der Burgmeister, Master of Steinar, Master of o.b., Master of RæRæRæ
Svanhvít: Master of Puppets, Master of Ceremonies, Master of Sinnep, Master of Gunnar, Master of Footspray, OnionMaster

Allar vorum við svo Masters of Gin, sumir þó sýnu meira en aðrir.
Ferðasögu nenni ég ekki að segja en vil þó gefa nokkra plúsa og mínusa.

Plúsar:
Svartifoss
Jökulsárlón
Steinar
Gunnar
Þorgeir
Lúxussamlokur
Gin
Bananar
Kókómjólk
Smá sól
Nammi
Bjór
Lúxushamborgarar
Laukur
Nýbakaðir snúðar og kókómjólk!

Mínusar:
Jarðvegurinn á tjaldstæðinu
Smá rigning (nei, hvað meiniði, hér er sko engin rigning!)
JarðarberjaSíder (oojjjbara)
Of mikið nammi
Dufþakur (stóð sig ekki í stykkinu)

Annars var þetta bara snilld. Engu síðri snilld var þegar við Þura og Sigurrós kíktum í grill til Svanhvítar í sveitinni á miðvikudaginn, drukkum blómadrykki og alvöru Caipirinha og kíktum í pottinn, mikið hlegið... bara kósý.

Núna er ég með hann Pípinn minn í pössun hérna heima hjá Steinari, erum að passa hann á meðan Atli er úti í London. Ætlum reyndar að kíkja með hann í pedicure á eftir, klærnar á honum eru farnar að rispa ansi mikið þegar hann skríður innundir bolinn hjá manni.

Annars var ég bara að spá í að skella mér í sturtu, baka kryddbrauð, elda kannski túnfisksteik og fara e.t.v. með Áslaugu minni á kaffihús, hvur veit... hafið það bara gott!

föstudagur, júlí 01, 2005

Vá hvað júní leið hratt... svona eru sumrin bara, maður vinnur og vinnur og hangir aðeins þess á milli og svo er bara komið haust!

Var vakin eldsnemma í morgun með tilkynningu um að elsku faðir vor og móðir væru að koma í heimsókn, þá var ekki um annað að ræða en sparka næturgestinum út og fara að taka til á fullu... Svo komu pabbi, mamma og Marín í heimsókn færandi hendi með súkkulaðiköku, útskriftargjöf frá Stínu frænku (2 árum of seint á ferðinni, bara fyndið) og glæsilegt cK veski sem pabbi lét plata inná sig á Costa Del Sol. Hann var sannfærður um að þarna væri alvöru merkjavara á ferð en þegar nánar er að gáð er gripurinn merktur ,,Creaciones Kamal"... enda ekki við öðru að búast þegar svona lagað er keypt af pushy sölumönnum í lítilli búð í hliðargötu á túristastað, hehe... Held líka að pabbi sé nýbúinn að læra af reynslunni að það sé EKKI góð hugmynd að kaupa ,,alvöru" Rolex úr af gaurum sem labba um á milli veitingastaða og geyma úrin inni á sér...
Þau voru öll sælleg og brún og þetta var ágætis ferð hjá þeim, hljómar reyndar eins og Herdís hafi laðað að sér fullmikla athygli spænska karlpeningsins enda ófeimin við að flagga ýmsu í vatnsrennibrautagörðum...!

Er komin með það mission að lesa allar bækur Murakami í sumar, gengur e.t.v. upp ef það verður rólegt hjá mér í vinnunni. Svo mæli ég líka með krossgátu Tímarits Morgunblaðsins, þvílík snilld, maður verður hreinlega háður þessu.

Jæja, leiðin liggur á Hereford í kvöld, blóðuga piparsteik í mallann minn takk. Síðan er aldrei að vita hvort maður kíki á Ókind á Grand Rokk... góða helgi öll, nær og fjær.