föstudagur, júlí 01, 2005

Vá hvað júní leið hratt... svona eru sumrin bara, maður vinnur og vinnur og hangir aðeins þess á milli og svo er bara komið haust!

Var vakin eldsnemma í morgun með tilkynningu um að elsku faðir vor og móðir væru að koma í heimsókn, þá var ekki um annað að ræða en sparka næturgestinum út og fara að taka til á fullu... Svo komu pabbi, mamma og Marín í heimsókn færandi hendi með súkkulaðiköku, útskriftargjöf frá Stínu frænku (2 árum of seint á ferðinni, bara fyndið) og glæsilegt cK veski sem pabbi lét plata inná sig á Costa Del Sol. Hann var sannfærður um að þarna væri alvöru merkjavara á ferð en þegar nánar er að gáð er gripurinn merktur ,,Creaciones Kamal"... enda ekki við öðru að búast þegar svona lagað er keypt af pushy sölumönnum í lítilli búð í hliðargötu á túristastað, hehe... Held líka að pabbi sé nýbúinn að læra af reynslunni að það sé EKKI góð hugmynd að kaupa ,,alvöru" Rolex úr af gaurum sem labba um á milli veitingastaða og geyma úrin inni á sér...
Þau voru öll sælleg og brún og þetta var ágætis ferð hjá þeim, hljómar reyndar eins og Herdís hafi laðað að sér fullmikla athygli spænska karlpeningsins enda ófeimin við að flagga ýmsu í vatnsrennibrautagörðum...!

Er komin með það mission að lesa allar bækur Murakami í sumar, gengur e.t.v. upp ef það verður rólegt hjá mér í vinnunni. Svo mæli ég líka með krossgátu Tímarits Morgunblaðsins, þvílík snilld, maður verður hreinlega háður þessu.

Jæja, leiðin liggur á Hereford í kvöld, blóðuga piparsteik í mallann minn takk. Síðan er aldrei að vita hvort maður kíki á Ókind á Grand Rokk... góða helgi öll, nær og fjær.