Bloggerbjáni
Skrifaði heillangan og fínan blogg í gær en lenti svo auðvitað í bloggerveseni og hafði gleymt að copy-a textann á öruggan stað... svo allt fór í vaskinn. Þetta gerist ALLTAF þegar ég ætla að blogga eftir langt hlé, held barasta að bloggerkvikindið sé að reyna að senda mér einhver skilaboð, að hætta þessu rugli bara.
Vonandi hafið þið öll átt gleðileg jól og vona að áramótin og nýja árið verði ykkur einnig ánægjuleg. Ég verð mjög líklega stödd úti á landi ásamt fjölskyldu minni yfir áramótin en það hef ég ekki gert í háa herrans tíð eða síðan ég var 15 ára.
PS. ég fékk æðislegar jólagjafir og er búin að borða geðveikt mikið og er núna með brjóstsviða eins og gamall feitur karl.