þriðjudagur, desember 28, 2004

Bloggerbjáni

Skrifaði heillangan og fínan blogg í gær en lenti svo auðvitað í bloggerveseni og hafði gleymt að copy-a textann á öruggan stað... svo allt fór í vaskinn. Þetta gerist ALLTAF þegar ég ætla að blogga eftir langt hlé, held barasta að bloggerkvikindið sé að reyna að senda mér einhver skilaboð, að hætta þessu rugli bara.

Vonandi hafið þið öll átt gleðileg jól og vona að áramótin og nýja árið verði ykkur einnig ánægjuleg. Ég verð mjög líklega stödd úti á landi ásamt fjölskyldu minni yfir áramótin en það hef ég ekki gert í háa herrans tíð eða síðan ég var 15 ára.

PS. ég fékk æðislegar jólagjafir og er búin að borða geðveikt mikið og er núna með brjóstsviða eins og gamall feitur karl.


þriðjudagur, desember 21, 2004


Which Trainspotting Character Are You?


Jahá, en ekki hvað!

Annars er ég bara búin í prófum og er það vel, þau gengu vel og ég er búin að fá 3 einkunnir sem eru ekki af verri endanum. Núna er ég bara að vinna í því að koma svefnklukkunni í samt lag aftur...
Fer svo út á land á miðvikudaginn og nýt jólanna í faðmi fjölskyldunnar... veit ekki ennþá hvar ég verð um áramótin.

sunnudagur, desember 05, 2004

Ritgerð smitgerð

Var að koma úr fyrsta prófinu áðan, það var munnlegt þannig að ég neyddist til að blaðra á japönsku í 10 mínútur og segja frá því hvenær ég vakna á morgnana, hvað ég borða í morgunmat og hvernig ég fer í skólann. Þetta var reyndar frekar auðvelt umræðuefni, fegin að ég þurfti ekki að fara í búðarleik og kaupa strokleður eða bjóða kennaranum að koma með mér út að skokka.

Næsta verkefni er að skrifa 7-10 bls ritgerð en það háir mér svo gífurlegur verkkvíði að ég get bara engan veginn byrjað. Um leið og ég næ að drita einni setningu niður á blað þá finnst mér hún asnaleg, stroka hana út og fer svo bara að hanga á Baggalút. Agalegt er ástandið. Mér mun samt takast að klára þetta fyrir þriðjudaginn, já ég skal. Þarf bara að finna þráðinn og halda mig við hann.

Bætti inn tveimur hressum linkum, Evu Kamillu san og Lofti san, þau eru bæði með mér í japönsku (who would have guessed!!).