sunnudagur, desember 05, 2004

Ritgerð smitgerð

Var að koma úr fyrsta prófinu áðan, það var munnlegt þannig að ég neyddist til að blaðra á japönsku í 10 mínútur og segja frá því hvenær ég vakna á morgnana, hvað ég borða í morgunmat og hvernig ég fer í skólann. Þetta var reyndar frekar auðvelt umræðuefni, fegin að ég þurfti ekki að fara í búðarleik og kaupa strokleður eða bjóða kennaranum að koma með mér út að skokka.

Næsta verkefni er að skrifa 7-10 bls ritgerð en það háir mér svo gífurlegur verkkvíði að ég get bara engan veginn byrjað. Um leið og ég næ að drita einni setningu niður á blað þá finnst mér hún asnaleg, stroka hana út og fer svo bara að hanga á Baggalút. Agalegt er ástandið. Mér mun samt takast að klára þetta fyrir þriðjudaginn, já ég skal. Þarf bara að finna þráðinn og halda mig við hann.

Bætti inn tveimur hressum linkum, Evu Kamillu san og Lofti san, þau eru bæði með mér í japönsku (who would have guessed!!).