sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja, þá er það bara Hróarskelda á morgun...
Verst að það er spáð roki og rigningu.

Jæja, jeg glæder mig bara samt :D

mánudagur, júní 21, 2004

Uppáhalds bragðarefurinn minn...

...er með ferskum jarðarberjum, þristi og Mars og með Toblerone kurli ofaná.

Hvernig er þinn?

fimmtudagur, júní 17, 2004

Fyrirgefðu Guðný, þessi færsla er meira um piss heldur en kúk

18 tíma vaktir eru bara snilld. Jájá.
Síðasta ferðin okkar (kl 21-24) var svona ,,djammferð" með hópi af ungu fólki sem vinnur á ónefndum vinnustað. Þetta var mesta fyllerísferð sem ég hef upplifað (fullt af bjór í boði fyrirtækisins ónefnda).
Það var strákur sem meig á sig... og hélt svo bara áfram að djamma.
Heví góður á því. Vildi að ég væri jafn hress og hann.
Svo ákváðu líka nokkrir strákarnir (meðal annars pissidúkkan) að múna alla báta sem við fórum fram hjá.
Gríðarlega hressandi.
Svo þegar við vorum komin að bryggju þá var liðið ekkert á þeim buxunum að fara út heldur vildu bara sitja og hafa það gott. Svo fór gríðarlega hressi strákahópurinn að reyna að henda kústinum okkar í sjóinn. Þá kom vélstjórinn og skammaði þá.
Djöfull þurftum við að þrífa mikið og vel eftir þetta lið... og klósettin 3, þau komu í minn hlut. Yummy. Svo settumst við crewið reyndar niður og fengum okkur smá bjór, það var gott.

Og nú þarf ég að fara að sofa því ég er að fara að vinna kl. 8 í fyrramálið.
Takk fyrir mig.

mánudagur, júní 14, 2004

Ég sit ein heima í sófanum á mánudagskvöldi með vínglas (hvítvínið Fleur du cap '02) og osta við hendina að lesa Murakami (Wind-Up Bird Chronicle, very nice yes).... vantar bara einhverja tónlist til að toppa af plebbaskapinn, any suggestions?
Reyndar horfði ég á The O.C. áðan, það vegur aðeins upp á móti plebbaskapnum ætla ég rétt að vona...

-Elín the plebeus

laugardagur, júní 12, 2004

Dull vinnublogg -tileinkað Guðnýju því hún heimtaði nýja færslu

Ég vinn á hvalaskoðunarbát. Þetta er afar fín vinna, soldið mikil reyndar (hef tvisvar þurft að vinna 16 tíma vaktir, m.a. í gær) en ein spurning sem margir velta fyrir sér í sambandi við starfið mitt er það hvort ég þurfi einhvern tímann að þrífa upp ælu eftir sjóveikt fólk. Þær aðstæður geta jú komið upp og ég hef reyndar lent í því einu sinni að þurfa að þrífa ælu upp úr teppi. Þetta var kl. 9 að morgni til, ég var þunn, einungis sofin í 4 tíma og stödd úti á rúmsjó í heilmiklum velting á hnjánum að skrúbba upp ælu, reynandi að kasta ekki upp sjálf.
Lyktin er bara það versta í heimi. Á þessu augnabliki var ég ekki ýkja hrifin af vinnunni minni.
Svo koma aftur á móti yndislegar ferðir, t.d. ef það er gott veður og lítið að gera þá get ég bara verið uppi á dekki að skoða hvalina eins og hver annar túristi. Ég sá stökkvandi hnúfubak um daginn, það var æði. Hérna er meira að segja hægt að sjá myndskeið sem voru tekin upp í þessari sömu ferð (ég tek það fram að gelgjan sem segir "Ó mæ god, ert'ekk'að djóka í mér" er EKKI ég...).
En já, svo ég haldi áfram að tala um ælu þá hefur það víst verið reynslan á bátnum mínum að fólk af asískum uppruna verði mun frekar sjóveikt en aðrir. Þess vegna glottir skipstjórinn og segir : ,,Elín, eins gott að þú verðir tilbún með ælupokana, hehe.." þegar við fáum stóra hópa af Japönum.... Ælan sem ég þreif upp um daginn var reyndar ekki japönsk heldur bresk. Svona English breakfast, mætti segja.