Well well well, allar einkunnir komnar í hús (meðaleinkunn: 8,25, er alveg sátt við það) og er byrjuð að vinna hjá Actavis. Skrýtið að venjast þessu 8-4 líferni, hef ekki verið í þannig vinnu síðan sumarið 2002! Ég er s.s. aðstoðarmanneskja á rannsóknarstofu og það er bara mjög spennandi og gaman, það er ekki alveg jafn gaman að keyra uppí Hafnarfjörð á hverjum degi en ég lifi það af þrátt fyrir að hafa varla keyrt neitt síðan ég fékk bílprófið...
Allar helgar í sumar eru að fyllast af plönum, næstu helgi er Guðbjört að fara að gifta sig (!) og er þar með fyrsta vinkona mín sem gerir eitthvað svoleiðis. Agalega fullorðins eitthvað.
Helgina eftir það er svo brúðkaup úti á landi hjá frændfólki Steinars, fyrstu helgina í júlí er humarhátíð og svo á víst að kíkja í einhverja útilegu líka. Ætla heldur ekki að missa af Belle & Sebastian & Emiliönu Torrini tónleikum í júlí... fjúff. Það er aldrei frí.
Guðbjört var gæsuð á afar dannaðan hátt á sunnudaginn. Henni var komið á óvart í sundi með jarðarberjum og belgísku konfekti, kanínueyrum og blómakransi. Svo var hún dregin út að borða og fékk dónalegan eftirrétt... og hélt að kvöldið væri búið. En nei, við brunuðum heim til hennar á undan henni og vorum áður búnar að skreyta íbúðina með blöðrum og kertum, kæla freyðivín og beilís og baka tippaköku (sem ég á heiðurinn af, hehe. Get vonandi sýnt myndir einhvern tímann) og þannig fékk hún surpræs partý þegar hún kom heim til sín. Frábær dagur.
Ég er svo þreytt að ég er engan veginn að ná að skrifa jafn skemmtilegt blogg og mig langar að gera. ,,Andinn" er greinilega farinn að sofa.
En þetta finnst mér ógeðslega fyndið.
Góða nótt.