Áskorun!
Farðu á Wikipedia, veldu random article og lestu greinina sem kemur upp. Hugsaðu síðan: ,,Vá hvað það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt, ég er betri manneskja með þessa vitneskju í farteskinu!" Og svo máttu gjarnan deila því með okkur í kommentakerfinu hvaða grein þú fékkst upp... Ég fékk að fræðast um rússneska prinsessu.
Annars ráða próf nú ríkjum, var í síðasta tímanum í dag þannig að núna get ég lagt allan sólarhringinn undir lestur. Aldrei verður jafn freistandi að drita djúpþenkjandi vangaveltum á bloggið sitt en ég ætla nú að reyna að neita mér um það, lesendum mínum vafalaust til mikillar angistar. Eins og fyrri daginn.
Bone Machine með Pixies er ógeðslega skemmtilegt lag.