fimmtudagur, apríl 27, 2006

Áskorun!

Farðu á Wikipedia, veldu random article og lestu greinina sem kemur upp. Hugsaðu síðan: ,,Vá hvað það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt, ég er betri manneskja með þessa vitneskju í farteskinu!" Og svo máttu gjarnan deila því með okkur í kommentakerfinu hvaða grein þú fékkst upp... Ég fékk að fræðast um rússneska prinsessu.

Annars ráða próf nú ríkjum, var í síðasta tímanum í dag þannig að núna get ég lagt allan sólarhringinn undir lestur. Aldrei verður jafn freistandi að drita djúpþenkjandi vangaveltum á bloggið sitt en ég ætla nú að reyna að neita mér um það, lesendum mínum vafalaust til mikillar angistar. Eins og fyrri daginn.

Bone Machine með Pixies er ógeðslega skemmtilegt lag.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

You Are a Henna Gaijin!

You're not Japanese, but you wish you were!
You can use chopsticks with your eyes closed, and you've memorized hundreds of Kanji.
You even answer your phone "moshi moshi."
While the number of anime videos you've seen is way higher than the number of dates you've been on, there's hope.
Play the sexy, mysterous gaijin, and you'll have plenty of Japanese meat.
What's Your Japanese Subculture?


Furðu nálægt raunveruleikanum, ég kann að borða með prjónum, kann þó nokkur kanji og hef bara farið á eitt deit. Annars afþakka ég japanskt kjöt, þeir eru alltof kvenlegir greyin (nema Toshiro Mifune, wrarr....)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Asnalegt að hafa skrifað nokkrar bloggfærslur en geta ekki publishað og geyma þær... og svo núna finnst mér út úr kú að pósta þeim því þær eru old news og asnalegar.

Ég þarf semsagt að nota IE til að blogga og þykir það heldur súrt í broti. En í dag (semsagt á þriðjudaginn síðasta) var ég að klára síðasta verklega tímann minn í vetur og fór líka í klippingu, litun og strípur. Í gær (mánudaginn síðasta) keypti ég mér svo fínan kjól (í fyrsta sinn á ævinni) og gullskó!!! Haldiði að maður verði fínn í London á laugardaginn, o seisei já... Er hálf eirðarlaus af tilhlökkun og gengur illa að læra, langar bara að spóka mig í fínu fötunum fyrir framan spegilinn og naglalakka mig og eitthvað. Svona lífið sem Victoria Beckham hlýtur að lifa sem aðþrengd eiginkona.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Testing testing.