Ég er komin með íbúð á Stúdentagörðunum, gleði gleði! Get vonandi byrjað að flytja inn í hana á föstudaginn, hlakka ekkert smá til að gera hana flotta, ef efni og aðstæður leyfa...
Íbúðin er s.s. á Ásgörðum, Eggertsgötu 24, 35 fm einstaklingsíbúð og vonandi rosa fín bara. Svo er planið að halda innflutningspartý þegar íbúðin er orðin mönnum bjóðandi, ég verð örugglega að halda 3 partý til að geta boðið öllum sem mig langar til að bjóða!
***
Óska eftir að einhver hjálpi mér að fjarlægja þetta kommentakerfi dauðans og setja upp haloscan í staðinn! Gerði nokkrar tilraunir til þess arna og rústaði síðunni æ meir í hvert skipti, teljaradraslið mitt hvarf líka út og allt...
***
Ég sá rosalega margar ælur úti í dag. Það hlýtur eitthvað að vera að ganga.