Manneskjan sat með kindarhaus, músík-, bóka- og myndalaus
...eða svona næstum því.
Núna höfum við verið sjónvarpslaus í Miðtúninu í u.þ.b. 3 vikur og internetslaus í 6 daga.... hvað næst? Ekkert rafmagn? Ekkert rennandi vatn? Við gætum allt eins hafið búskap á Uppsölum.
Sjónvarpsleysið venst reyndar merkilega vel, sakna mest ANTM... en internetsleysið? Ég missi af mikilvægum tölvupóstum sí og æ, get ekki prentað glósur, er bara alveg út úr. En þetta stendur nú brátt til bóta. Og ef ég pæli í því þá erum við nú með nóg af músík, bókum og myndum. Og ég er búin að vera nokkuð dugleg að læra bara, netið er svoddan tímaþjófur.
Eftirfarandi aðilar fá feitan mínus:
* heimski smiðurinn sem klippti á sjónvarpskapalinn okkar
*Síminn sem er óskiljanlega stæla
*Hive sem ekkert getur nema látið okkur fá hvern routerinn á fætur öðrum sem virka ekki
Annars sit ég bara á Prikinu núna, fer bráðum í dæmatíma í línulegri algebru og tölfræði og fer síðan í einhverja fylleríssveitaferð með lyfjafræðinni. Alveg hægt að gera verri hluti á föstudegi...
En já, blogga næst þegar blessað internetið verður komið heim til mín. 5 atriða listi er í smíðum...
<< Home