Nei - ég er ekki dauð... heldur bara upptekin milli þess sem ég vinn, sef og er hugmyndasnauð. Svona dæmigert sumar-blogg ástand. Æ sei sei já.
Núna er ég komin norður á Akureyri þar sem mín ástkæra systir Guðný er að fara að útskrifast sem stúdent á morgun og því fer morgundagurinn allur í einhvur svaka veisluhöld, ekki leiðinlegt.
Held ég hafi hreinlega ekkert meira að segja í bili nema lengi lifi Baggalútur fyrir frábæra árshátíð og enn betra fólk... {ljómar upp}
Nú gerist ég heldur sybbin, ætla að glápa á Desperate Housewives (nema hvað) og fara svo að lúlla í hausinn á mér. God nat.
<< Home