fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Jæja, ég flutti opinberlega inn á sunnudaginn og fyrstu dagana var þetta fremur fátæklegt hjá mér, það eina sem ég hafði var rúm og stóll og ógrynni af pappakössum í kringum mig... En eftir tvær ljómandi fínar ferðir í sænska risann þá er höllin næstum farin að standa undir nafni (og ég þarf að fara að leggja í heilmiklar samningaviðræður varðandi heimildina á kortinu mínu... en ég nenni ekki alveg að spá í það núna).
Ég er semsagt komin með æðislegan 3ja sæta sófa, sófaborð, sjónvarp og borð undir það, eldhúsborð og stóla.... hvernig á þetta að komast fyrir á 35 fm, maður hlýtur að spyrja sig...
Það liggur beint við að fara að plana innflutningspartý og afhenda fólki innkaupalista svo það viti hvað það má gefa mér í innflutningsgjöf, hehe.... en samt í fullri alvöru þá hef ég mjög svo takmarkað pláss og vantar ennþá ákveðna hluti þannig að það er ágætis hugmynd bara.

Eitt sem ég er gríðarlega ósátt við: ég er ekki ennþá komin með blessað internetið í íbúðina mína. Ég sótti um það á mánudaginn, þetta á nú varla að taka svona langan tíma? Erfitt að vera netlaus, mjög mjög erfitt. Þess vegna sit ég núna uppi í Árnagarði, alltaf lausar tölvur hér... en er að spá í að tygja mig heim og elda kjúklingabringu í tælenskri sataysósu. Yum.
Vonandi blogga ég næst úr höllinni.