Í allan dag bjóst ég einhvern veginn við því að draugaskip (með kaptein Jack Sparrow innanborðs, preferably) kæmi skyndilega siglandi út úr þokunni sem grúfði sig yfir borgina... ferlega dularfullt veður eitthvað.
Mér finnst svolítið fyndið að ég kunni að segja "vinsamlegast deyðu" á japönsku. Einnig kann ég að segja "eigum við að deyja saman?" Okkur er í alvörunni kennt þetta í kennslubókinni.
Þetta er kannski praktískt að kunna ef maður skyldi leggja leið sína til Japan, miðað við þá bylgju af sjálfsmorðum ungs fólks sem þar hefur riðið yfir að undanförnu?
En já, best að fara að glápa á danskt stofudrama sem involverar dr. Hansen og frk. Sörensen...
<< Home