laugardagur, maí 22, 2004

Jæja, löngu kominn tími á pínu öppdeit ;)
Prófin búin og það er nú gott, held ég hafi náð öllum og það er ennþá betra og er búin að fá eina einkunn sem er 9 og það er bara best!

Er líka byrjuð í sumarvinnunni minni sem messagutti um borð í hvalaskoðunarskipi og er búin að komast að því að ég er með eindæmum sjóhraust manneskja (verð ekkert sjóveik) þannig að þetta á bara mjög vel við mig.
Starfið mitt felst í því að selja miða í hvalaskoðunarferðirnar og líka að afgreiða í sjoppunni/barnum um borð.

Annars er ég í fínu helgarfríi núna (föstudagur - sunnudagur í frí) og er af því tilefni búin að fá til mín mín yndislegu litlu systkin Skúla (9 ára) og Marínu (7 ára) og við erum búin að gera ýmislegt skemmtilegt í dag og kvöld, kíkja á furðufugla, fara á kaffihús og rokktónleika og horfðum svo á Finding Nemo... man, það er góð mynd :)

Ég er s.s. bara í rólega pakkanum þessa helgi, er reyndar ennþá að dásama hvað það er yndislegt að geta bara slappað af þegar maður er ekki í vinnunni, þ.e.a.s. enginnn lærdómur.... já, það er gott að vera búin í prófum...