Eymd námsmannsins
Ég þoli ekki hvernig mér tekst alltaf að falla á tíma varðandi próflestur með því að gera svaka fín lestrarplön (líta mjög vel út á blaði) þar sem ég ofmet stórlega lestrargetu mína þannig að ég næ svo auðvitað aldrei að fylgja helv. planinu....
Þess má til gamans geta að ég er einnig að frumlesa allt efnið fyrir þetta próf, eins og ég hef gert við öll mín próf á þessari vorönn... afar hressandi.
Þetta er reyndar ekkert alslæmt, ég er búin með 3 próf af fjórum og er nokkuð viss um að ég hafi náð þeim öllum. Síðasta prófið, almenn efnafræði 2, er svo núna á laugardagsmorguninn og svo er búið að plata mig í að halda prófloka/júróvissjon partý fyrir 1. árs lyfjafræðinema um kvöldið, þannig að það er eins gott að maður verði vel útsofinn og hress....
Talandi um júróvissjon, ég stalst til að horfa á undankeppnina í gær og guð minn góður hvað það er mikið af ógisslega fyndnum og hallærislegum lögum! Þetta er bara snilld!
Uppáhalds fyndnu lögin mín komust einmitt áfram: Grikkinn í magabolnum sem hristir á sér rassinn, Ruslana úkraínska í bjarndýrafeldinum og síðast en ekki síst, sjálfur Deen frá Bosníu-Herzegovínu sem var í fráhnepptri skærbleikri skyrtu og með böns af bikinígellum og syngur hið frábæra lag "In the Disco" ("Up and down, here we go!")... ég elska Deen!
Leiðinlegt fannst mér þó að eistnesku keppendurnir, 5 bústnar sveitastelpur í strigapokum og leðurstígvélum (með brjálaða feita djöflatrommarann sem skallaði trommusettið), komust ekki áfram... þær lentu þó í 11. sæti og komust því næstum því inn, dúllurnar!
En jæja, best að halda áfram að lesa um HOMO og LUMO áður en ógeðslega suddakaffið mitt kólnar.... :D
<< Home