Stutt gaman
Jæja, ég er búin að komast að því að neopets er bara fyrir þá sem hafa frítt utanlandsdánlód... maður er nefnilega að spila allskonar míníleiki og dót og allt þarf þetta að lódast inn á tölvuna og safnast þegar saman kemur: ég var með 100 MB af utanlandsdánlódi á einum sólarhring! Ef það væri umfram mánaðarkvótann okkar (sem er 500 MB) þá myndi það kosta mig 2500 kall takk fyrir... en sem betur fer komst Toni að þessu áður en ég steypti okkur í skuldir :P
Þannig að ég neyðist til að kveðja mín fögru gæludýr, tralla313 og Belju bestaskinn... ég hætti frekar alveg að fara á þessa síðu heldur en að fara sjaldan á hana, annars verður mar bara pirraður á því að geta ekki spilað eins og manni sýnist...
Núna langar mig bara í hvolp, *sniff* :'(
<< Home