þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Geisp...

Sit hérna fyrir framan tölvuna á þykka bláa baðsloppnum mínum (lúllaði aðeins of lengi) og er að alveg að fara að koma mér að verki... jájájá.
Það er samt magnað með frídaga, maður ætlar sér alltaf að gera svo margt en maður þarf svosem ekkert að flýta sér því maður hefur allan daginn... og fyrr en varði er dagurinn búinn og verkefnalistinn góði hefur ekkert styzt. Jæja, ég er þó allavega vel úthvíld og búin að sækja fullt af nýjum lögum á dc.... that's what frí days are for.

Ætla samt að klára efnó skýrslu og kannski eina eða tvær efnó greinó skýrslur og plana fjórða flokks jónir og þrífa ísskápinn, sá er orðinn lítt geðslegur... og skella mér í MRL. Speaking of exercise, fór í einhvurn svaka BodyAttack tíma í gær, drulluerfiður en furðu skemmtilegur. Verst hvað það var mikið um hopp og skopp, eymingja íþróttabrjóstahaldarinn minn var alveg að gefast upp :)

En núna.... Elín borða hádegismat já.