fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Dugnaðurinn er bara alveg að drepa mig í dag!
Vaknaði kl. 7, hress og kát eftir 4 tíma svefn og mætti í örverufræði kl. 8. Tók meirasegja tölvuna mína með (sem ég á btw ennþá eftir að skíra, einhverjar tillögur?) og glósaði á hana, kom mér á óvart hvað það var í rauninni þægilegt, alltílagi þó maður gæti ekki teiknað einhverjar totur að koma út úr frumum... jibbí. Svo fór ég aðeins til að jafna mig á dugnaðinum og hékk í nýja fína tölvuverinu í náttúrufræðihúsinu... og er búin að uppgötva að ég þarf ekkert að gefast upp á neopets, ég stunda það bara á tengingu háskólans!
Svo fór ég og hélst í hendur við fólk allan hringinn í kringum aðalbygginguna til að taka á móti menntamálaráðherra. Svolítil svona ,,göngum við í kringum einiberjarunn" stemmning í snjókomunni... og svo fór mín bara beinustu leið upp á bókhlöðu að læra efnagreiningu... jæja, er allavega búin að gera skiladæmið og eitt annað dæmi og er orðin sybbin núna... eins gott að ég peppi mig upp á kaffi áður en tvöfalda dæmatímahelvítið tekur við, svo MRL og svo matur hjá tengdó.
Býst við að sofna með andlitið oní kjúklingapottréttinn...