föstudagur, febrúar 27, 2004

Bókhlöðublaður

Sit hérna uppá bókhlöðu og les efnafræði, svaka dugleg.... eða er búin að eyða tímanum 50/50 á neopets.com annarsvegar og læra hinsvegar, samt skárren ekkert. Finn núna til gríðarlegs þakklætis gagnvart gamla efnafræðikennaranum mínum í MH því núna er ég að lesa um nákvæmlega sömu hlutina og hann var að berja inn í hausinn á okkur aftur og aftur, þægilegt að lesa um hluti sem maður kann því þá líður manni næstum því eins og maður sé gáfaður.

Eitt sem ég er mjög ánægð með varðandi sjálfa mig: ég er mjög laus við allar hræðslur og fóbíur.
Er t.d. ekki hrædd við nein dýr og er alveg laus við flughræðslu, lofthræðslu, innilokunarkennd... og er heldur alls ekki matvönd.
Eða jú, reyndar, er ennþá haldin hræðslu við að láta taka úr mér blóð, var að fá tölvupóst frá blóðbankanum og er að manna mig upp í að fara... bráðum...

Fóbíur sem ég er einstaklega fegin að vera laus við:

Methyphobia- Hræðsla við alkóhól og
Oenophobia- Hræðsla við vín og
Chorophobia- Hræðsla við að dansa (kæmi sér illa í vísindaferðum)

Papyrophobia- Hræðsla við pappír og
Microbiophobia- Hræðsla við örverur og
Logizomechanophobia- Hræðsla við tölvur og
Sophophobia- Hræðsla við að læra (myndi gera námið erfitt)

Caligynephobia- Hræðsla við fallegar konur og
Parthenophobia- Hræðsla við ungar stúlkur eða hreinar meyjar (þá færi nú illa um mig í lyfjafræðideild, held þó að hreinu meyjarnar séu ekki vandamál þar ;)

Hedonophobia- Hræðsla við að líða vel
Geliophobia- Hræðsla við hlátur
Ecophobia- Hræðsla við heimilið sitt
Ablutophobia- Hræðsla við að þrífa sig eða fara í bað

Sinistrophobia- Hræðsla við örvhenta (þá væri ég hrædd við mína eigin móður OG kærastann minn)

jæja, listinn er endalaus...

en góða helgi, með von um enga Coprophobiu....