Vá, skil ekki hvernig ég fer að því að komast alltaf svona langt aftur úr í náminu, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Núna er ég 2 dæmablöðum á eftir í stærðfræði og (úps) 6 dæmablöðum á eftir á efnafræði (við fáum eitt dæmablað á viku í hvoru fagi). Samt eru þetta alls ekki erfið dæmi en það tekur tíma að vinna þau upp og tími er eitthvað sem ég hef ekki þessa dagana... en svona var þetta nákvæmlega hjá mér í MH.
Ég var alltaf a.m.k. 3 vikum á eftir í stærðfræði þannig að það þýddi voða lítið fyrir mig að fylgjast með í tímum, ég var einfaldlega ekki komin þangað sem kennarinn var að blaðra en skrifaði það þó niður "for future reference". Svo lærði ég allt bara heima hjá mér og gekk mjög vel... en ég var samt alltaf nokkrum vikum á eftir. Ég er líka haldin mjög pirrandi fullkomnunaráráttu varðandi námið, áður en ég reikna dæmi 5 finnst mér ég verða að vera búin að reikna dæmi 1, 2, 3 og 4. Og ef ég skil ekki dæmi á ég rosalega erfitt með að byrja bara að reyna við næsta, heldur sit ég og grufla yfir sama dæminu í lengri tíma þar til ég skil það... og það kemur líka yfirleitt á endanum en þá er klukkan kannski orðin 3 um nótt og ég á eftir að reikna 20 dæmi í viðbót. Obbosí!
Já, ég held ég sé farin að skilja ágætlega hvers vegna ég dregst alltaf svona aftur úr... kjánaElín.
Annars er ég búin að eignast 5 barnabörn! Hundurinn okkar hann Rex er nefnilega orðinn pabbi og eignaðist 5 hvolpa með tíkinni Eldingu þann 17. október og þessi er bara sætastur (held að pabbi ætli að fá hann). Annars eru þessir hvolpar soldið merkilegir og þið getið lesið um það á blogginu hans pabba míns og skoðað fleiri myndir.
<< Home