föstudagur, október 10, 2003

Sænskt ,,Hurra"!

Enn einn bloggari hefur í dag komið út úr skápnum og er það engin önnur en Svanhvít, mín ektakvinna!
Skemmtanagildi er með besta móti og stafsetning og málfræði til fyrirmyndar (enda ekki við öðru að búast) og menningarlegt yfirbragð ræður ríkjum, vitnað er í ljóð hægri vinstri. Nú þarf bara að skella upp kommentakerfi, linkum og teljara svo mannsæmandi teljist...

Annars erum við að fara að leika hórur á morgun. Fylgist með á Laugaveginum milli 12 og 13!