föstudagur, október 10, 2003

Nú hefur það tvisvar komið fyrir að ég er spurð hvað ég sé að læra í Háskólanum og ég svara að ég sé að læra lyfjafræði. Og fæ þá til baka : ,,Jæja, svo þú ætlar bara að verða læknir!"
Er ég ein um að finnast það alveg fáránlegt að fólk kannist ekki við starfsheitið lyfjafræðingur? Heldur fólk að það séu bara læknar sem sjái um apótekin eða þrói ný lyf á rannsóknarstofum? Ég bara spyr...