Nú er ég búin á 8 vikna námskeiðinu mínu í Þrekhúsinu, léttist reyndar fáránlega lítið en slatti af sentimetrum fékk að fjúka og það skiptir nú mestu máli... fyrir utan það hvað ég er farin að geta gert margar armbeygjur, lyft þungum lóðum og get svo svarið það að ég er komin með six-pack einhvers staðar undir bumbunni :)
Mig langaði soldið á framhaldsnámskeið en núna fer námið í algjöran forgang. Það var satt að segja voða leiðinlegt að koma heim úr skólanum kl. 18, reyna að læra í klukkutíma, þurfa svo að fara út í Þrekhús, koma dauðþreytt heim kl. 21 og eiga eftir að læra fyrir morgundaginn... no more of that.
En já, í tilefni af námskeiðslokum fórum við leikfimihópurinn saman út að borða í gær á Austur-Indíafjelagið. Það var rosalega gott (ég vissi ekki að kjúklingur gæti verið svona mjúkur! og jógúrtsósan? ég hefði getað drukkið hana eintóma... með röri!) en líka ofboðslega dýrt. Ég kom út af veitingastaðnum slypp og snauð (en södd) og var á leiðinni heim þegar ég hitti Þuru og vinkonu hennar Dagnýju en þær voru á leiðinni á verkfræðinemadjamm á Gauknum. Ég fór með þeim og sat í dágóða stund og sötraði vatn (átti ekki einu sinni fyrir einum bjór þó það væri svaka tilboð á barnum) og spjallaði við Þuru. Það var frekar súr og sleazy stemmning þarna því þarna var slatti af liði sem var að koma úr vísindaferð og hafði verið að drekka síðan kl. 17 og var ótrúlega sauðdrukkið. Frekar skrýtið að upplifa þetta svona alveg edrú. Svo kom einn svona haugafullur karlmaður (eða strákgepill öllu fremur) og kleip mig í síðuna.
Mér var ekki skemmt.
En ég stefni nú alveg á að verða í svipuðu ástandi og þetta lið næsta föstudag því þá er vísindaferð (1. vísindaferð vetrarins!) hjá lyfjafræðinemum. Held það verði farið í Lyfju. Kannski fæ ég þá tækifæri á að hefna mín og get klipið einhverja stráka í bossann.
Svo þegar ég fór að huga að heimferð hringdi Svanhvít í mig og bauð mér að djojna sér og Steina á Nelly's en þau voru þar á einhverju íslenskudjammi. Ég kíkti aðeins á skötuhjúin (og sá líka aflitaðan selfyssing í ljósbláum hlýrabol með tribal tattú sem var alveg eins og glataði gaurinn í Atlas-auglýsingunum) en fór svo bara heim.
Annars leggjum við Atli, Steini og Svanhvít og margir fleiri af stað á eftir til Hveragerðis þar sem árshátið 10-11 mun fara fram á Hótel Örk og við Atli erum með herbergi og læti svo við gistum bara og höfum það næs. Það er því útlit fyrir fínan mat, fyllerí og almenna skemmtan í kvöld.... en Sveppi og Auddi verða veislustjórar. Vaddafokk?!?
En fyrst ætla ég að freista þess að klára eðlisfræðidæmi *blink*blink*
<< Home