sunnudagur, október 12, 2003

Æ mig auma... enn ein tilvonandi ,,læruhelgin mikla" orðin að sama og engu. En það var samt voða gaman hjá mér í gær, fyrst að leika hóru í hópi góðs fólks, svo að horfa á bestu draugamynd allra tíma með Áslaugu, Auði og Tinnu og loks að drekka bjór og dansa til kl. 6 í morgun. Þetta síðastnefnda orsakaði einmitt slappleika mikinn (en ljúfan engu að síður) sem hefur verið að hrjá mig í dag, og hef þess vegna engan veginn getað hugsað mér að setjast niður og reikna eðlisfræðidæmi. Ég henti þó í eina vél (vei! Elín á hreinar nærbuxur núna, klapp klapp!) en það var mér næstum ofviða að hengja þvottinn upp, mig svimaði heilmikið. Úff.
Hér með lýsi ég því yfir að ég er algjör aumingi ef ég mæti ekki í eðlisfræðitíma kl. 8 í fyrramálið.