Merkilegt hvernig mannskepnan hugsar þegar hún fær frí.
Þegar maður fær frí ætlar maður aldeilis að:
-slappa af og djamma
-læra fullt og taka til
Verst hvað þetta tvennt fer illa saman. Yfirleitt endar það þá þannig að maður gerir bara annað hvort: ef afslappelsið verður ofan á fylgir samviskubit í kjölfarið og ef duglegheitin ráða för... þá hreinlega líður manni eins og maður hafi ekki fengið neitt frí, sem er leiðinlegt. Svona eru helgarnar hjá mér, yfirleitt lendi ég í samviskubitinu.
Annars er þessi færsla sérstaklega tileinkuð öllum MH-bloggurum og haustfríinu þeirra...
<< Home