Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna síðan mín er grá þegar hún er skoðuð í sumum browserum? Hún á að vera fallega græn :( en þegar ég skoða hana héðan (er í tölvuverinu í VR-II) eða úr fartölvunni minni er hún grá. Mér finnst mjög leiðinleg tilhugsun að einhverjir hafi kannski aldrei séð síðuna mína öðruvísi en gráa. Þeir hljóta að halda að ég sé leiðinleg manneskja. Og svo eru arkívin fyrir júní og ágúst horfin. Hvaða hvaða...
Annars gerðist sá sjaldgæfi atburður í gær að ég eldaði virkilega fínan mat handa okkur þremenningunum á Vesturgötunni, þríréttað og alles!
Í forrétt var humar, soðinn í hvítvíni og borinn fram með indverskri karrýsósu og hrísgrjónum og sítrónusafi kreistur yfir, í aðalrétt voru vel pipraðar nautalundir með rauðvínssósu og kartöflugratíni og í eftirrétt var vanilluís með heitri súkkulaðisósu, namm... Og hvert var svo tilefnið? Eiginlega ekkert, nema það að Atli fékk fína rauðvínsflösku í afmælisgjöf og við ákváðum að við yrðum nú að elda nautasteik til að borða með víninu, og svo fór ég að plebbast og vildi hafa humar í forrétt. Vín kvöldsins voru hvítvínið Long Mountain Chardonnay og rauðvínið Roodeberg. Bæði Suður-Afrísk og mjög góð (annars hef ég ekkert vit á vínum en mér fannst þau bara samt góð.)
Svo horfðum við á kvikmyndina One Hour Photo. Ég bjóst við góðri mynd en varð fyrir töluverðum vonbrigðum, persónurnar voru allar eitthvað svo flatar og myndin viðburðasnauð. Ojæja, en maturinn var góður... og það er ennþá til bæði nautakjöt og ís heima! Meira þarf ég ekki til að vera hamingjusöm.
<< Home