Frá og með 12. nóvember verð ég alltaf í fríi í skólanum á mánudögum og föstudögum. Ekki er það leiðinlegt.
Hverju sæta þessi undur og stórmerki? Jú, 12. nóv lýkur kennslu í eðlisfræði og það eru einmitt einu tímarnir á mánudögum og föstudögum. Ég verð semsagt með 3 virka daga og 4 helgardaga... mmmmm....
Annars kollvarpaðist kenningin mín um íslenska rokið áðan. Ég var að hjóla heim eftir 4 yndislega tíma í verklegri efnafræði og það var (og er enn) svo hvasst að það var hreinlega absúrt, jafnvel klúrt. Rykið og laufblöðin þeyttust á full speed framan í mig og uppí augun og munninn, og svo upplifði ég rokið frá öllum mismunandi hliðum. Rokhviður frá hægri og vinstri voru margsinnis næstum búnar að fella mig til hliðar og mótvindurinn var hreinlega eins og að reyna að hjóla í sírópi. Aftur á móti naut ég meðvindar síðasta spölinn og leið bara hreinlega eins og ég væri E.T., flying home... og núna hvín og gnauðar í öllu húsinu.
Bætti svo inn link á hann Ragga funheita, aka DJ Tómas frændi in da house/cabin...
<< Home